Glæsileg Prinsessa við Garðskaga
Það var tignarlegt að sjá farþegaskipið Grand Princess sigla fyrir Garðskaga síðdegis í gær. Skipið sem er 290 metra langt og 108.000 brúttólestir er það langstærsta sem kemur til Íslands þetta árið. Skipið hafði viðkomu á Akureyri og Reykjavík, áður en það hélt áfram ferð sinni til Bretlandseyja. Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, smellti þessari mynd af þegar skipið sigldi fyrir Garðskaga. Í landi fylgdust margir með ferðum skipsins, enda sólseturshátíð á Garðskaga og gestkvæmt við Garðskagavita.
Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson