Glæsileg og vel heppnuð flugsýning
Einn af stórum viðburðum Ljósanætur í dag var tveggja klukkustunda löng flugsýning þar sem þátt tóku loftför af ýmsum stærðum, allt frá smámódelum og upp í Boeing-þotur IcelandExpress. Tilkomumikið var að sjá TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæzlunnar í sýningaratriði sínu. Sýnd var björgun úr sjó og einnig flaug þyrlan yfir fólkið og var að lokum til sýnis fyrir gesti og gangandi.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson