Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 13. júní 2000 kl. 12:57

Glæpakvendi á ferð

Hvítasunnuhelgin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík. Hópur kvenna úr Reykjavík sá um að halda lögregluliðin við efnið og rændi úr nokkrum verslunum við Hafnargötu síðdegis á föstudag. Glæpakvendin komust þó ekki langt og hald var lagt á þýfið, sem þær geymdu í bíl sínum. Konurnar, sem voru allar um þrítugt, voru handteknir og færðar í fangageymslur á lögreglustöðinni í Keflavík. Ökumaðurinn var einnig grunaður um ölvun við akstur. Þrenningunni var sleppt að yfirheyrslum loknum, enda málið talið upplýst. Vogabúar fengu sinn skerf af glæpum helgarinna, en brotist var inní íbúðarhús á laugardeginum. Farið var inn með því að brjóta upp stormjárn en við nánari athugun kom í ljós að engu hafði verið stolið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024