Glænýjar Víkurfréttir komnar á vefinn
Nýjasta tölublað Víkurfrétta kemur út á prenti í fyrramálið en rafrænar Víkurfréttir eru þegar komnar í loftið.
Víkurfréttir eru í sumargírnum þessa dagana og koma aðeins út annan hvern miðvikudag, næsta tölublað kemur því þann 11. ágúst.
Í þessu tölublaði er margt áhugavert í boði. Við segjum frá afhjúpun minnisvarða um Hafstein Guðmundsson sem er kallaður faðir knattspyrnunnar í Keflavík. Gunnlaugur Hólm Torfason segir frá hvernig hann var orðinn aðframkominn vegna kulnunar og álags í starfi. Tónleikarnir Töfrar ástarinnar voru haldnir í Duus Safnahúsum. Einar Þór Björgvinsson segir lesendum sögu sína og sjónvarpsstöðvarinnar Keflavík TV. Þá er fótbolta- og körfuboltaumfjöllun fyrirferðamikil í sporti vikunnar og ekki má gleyma að Suðurnesjafólk segir hvernig það ætli að verja verslunarmannahelginni og margt fleira.