Glæðist í línuveiðum
Að sögn hafnarstjóra í Sandgerði fiskuðu línutrillurnar þar vel í fyrsta skipti í haust. Allt í upp í 5 tonn komu á land hjá þeim um helgina en trillurnar voru á veiðum fyrir og um síðustu helgi. Netaveiðar hafa verið mjög dræmar að undanförnu og togararnir hafa ekki verið að fá mikið. Á miðvikudag komu Berglín og Sóley með 50 tonn hvor.