Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gjöf Óla Geirs áframsend
Þriðjudagur 15. nóvember 2011 kl. 17:00

Gjöf Óla Geirs áframsend

Femínistafélagið hefur ákveðið að láta 50 þúsund krónur sem aðstandandi svonefnds Dirty Night-kvölds á skemmtistaðnum Players lagði inn á reikning félagsins renna til vændisathvarfs Stígamóta.

„Femínistafélagið rakst á óverðskuldaða 50 þúsund króna gjöf frá Óla Geir, sorakvöldstjóra, á reikningi sínum en Óli Geir hefur tjáð sig um þetta örlæti sitt í fjölmiðlum.

Femínistafélagið beitti sér á engan hátt gegn Sorakvöldinu og skilur því ekki fyrir hvað Óli Geir er að þakka því. Það skal þó tekið skýrt fram að félagið tekur af heilum hug undir þá gagnrýni sem kom fram á Sorakvöldið m.a. frá jafnréttisnefnd Kópavogs. Sú hlutgerving kvenna og klámvæðing sem eru einkennandi fyrir Sorakvöldin eru niðurlægjandi fyrir alla sem að þessari „skemmtun" standa.

Femínistafélagið hefur ákveðið að láta upphæðina renna til nýstofnaðs vændisathvarfs Stígamóta þar sem það kemur vonandi í góðar þarfir við að hjálpa fórnarlömbum vændis- og klámiðnaðarins. Vændis- og klámiðnaðurinn er tengdur órjúfanlegum böndum og gerir út á vanvirðingu mannhelginnar," segir í tilkynningu frá Femínistafélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024