Gjaldþrotum fyrirtækja á Suðurnesjum fjölgar mikið milli ára
Samkvæmt nýjustu gögnum frá Lánstrausti hf., þá hafa gjaldþrot aukist verulega á þessu ári. Árangurslaus fjárnám einstaklinga á þessu ári eru nú þegar orðin 5.518 en námu allt árið í fyrra 5.393. Árangurslaus fjárnám fyrirtækja eru nú þegar orðin jafnmörg og allt síðasta ár. Árangurslaus fjárnám eru undanfari gjaldþrota og segja okkur að það séu ekki til fjármunir til að greiða skuldir og ef málin halda áfram í kerfinu leiði það til gjaldþrots. Það eru því í kerfinu ýmis merki sem benda til þess að það muni ekki draga úr gjaldþrotum alveg á næstunni.
Á þessu ári eru gjaldþrot fyrirtækja nú þegar orðin 429 en námu allt árið í fyrra 361 samkvæmt gögnum Lánstrausts. Þetta þýðir að það eru nú þegar 68 fleiri gjaldþrot á þessu ári en á því síðasta.
Í nýrri úttekt sem Drífa Sigfúsdóttir, deildarstjóri hjá Lánstrausti hf. vann úr gögnum Lánstrausts um Suðurnes sést að gjaldþrotum á Suðurnesjum fjölgar mikið milli áranna 2001 og 2002 eða úr 16 í 22 það sem af er þessa árs. Gjaldþrot fyrirtækja á Suðurnesjum voru á árunum 1998-2002, 5 í Garði, 11 í Grindavík, 43 í Reykjanesbæ, 10 í Sandgerði og 1 í Vogum, alls 70. Miðað við tölur um árangurslaus fjárnám þetta árið má ætla að þeim muni ekki fækka hlutfallslega það sem eftir er þessa árs eða byrjun næsta árs.
Á þessu ári eru gjaldþrot fyrirtækja nú þegar orðin 429 en námu allt árið í fyrra 361 samkvæmt gögnum Lánstrausts. Þetta þýðir að það eru nú þegar 68 fleiri gjaldþrot á þessu ári en á því síðasta.
Í nýrri úttekt sem Drífa Sigfúsdóttir, deildarstjóri hjá Lánstrausti hf. vann úr gögnum Lánstrausts um Suðurnes sést að gjaldþrotum á Suðurnesjum fjölgar mikið milli áranna 2001 og 2002 eða úr 16 í 22 það sem af er þessa árs. Gjaldþrot fyrirtækja á Suðurnesjum voru á árunum 1998-2002, 5 í Garði, 11 í Grindavík, 43 í Reykjanesbæ, 10 í Sandgerði og 1 í Vogum, alls 70. Miðað við tölur um árangurslaus fjárnám þetta árið má ætla að þeim muni ekki fækka hlutfallslega það sem eftir er þessa árs eða byrjun næsta árs.