Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gjaldtaka í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar lækkuð vegna Covid-19
Fimmtudagur 19. mars 2020 kl. 15:21

Gjaldtaka í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar lækkuð vegna Covid-19

Vegna aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu vegna Covid-19 hefur Reykjanesbær ákveðið að lækka gjöld vegna leikskóla og frístundar.

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun, fimmtudaginn 19. mars, var eftirfarandi ákveðið um gjaldtöku í leik- og grunnskólum á tímabilinu sem takmörkun á skólahaldi gildir:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikskólar

• Ekkert gjald fyrir barn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu.
• Ekkert gjald fyrir barn í leikskóla sem er lokað á tímabilinu.
• 50% gjald fyrir barn sem er annan hvern dag í leikskóla á tímabilinu.
• 100% gjald fyrir barn sem er alla daga í leikskóla vegna forgangs.

Grunnskólar

Vegna skertrar þjónustu í Frístundaheimilum verður innheimt eftir þeim tímafjölda sem nýttur er hjá hverju barni á tímabilinu.

Endurútreikningur gjalda getur tekið einhvern tíma og því munu reikningar mögulega berast seinna en venjulega. Við biðjum foreldra um að sýna því skilning.