Gjaldskrá fyrir skólavistun og skólamat næst lægst í Reykjanesbæ
Gjald fyrir skólavistun og skólamat fyrir eitt barn eru næst lægst í Reykjanesbæ eða 25.973 krónur á mánuði. Hins vegar er afsláttur fyrir barn númer tvö lægstur þar eða 25% en öll sveitarfélög nema Reykjanesbær, Fjarðabyggð og Kópavogur gefa 50% afslátt og Reykjavíkurborg er með frítt fyrir börn númer tvö eða þrjú. Þetta kemur fram í könnun ASÍ þar sem skoðuð er gjaldskrá 15 sveitarfélaga.
Hækkunin hjá Reykjanesbæ nemur 2,5% á milli ára og í sumum tilfellum er hækkunin minni.