Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Gjaldfrjálsir dagar í Kölku í lok apríl
  • Gjaldfrjálsir dagar í Kölku í lok apríl
Fimmtudagur 27. febrúar 2014 kl. 15:43

Gjaldfrjálsir dagar í Kölku í lok apríl

– „Vissulega vildi ég hafa fleiri gjaldfrjálsa daga“

Gjaldfrjálsir dagar verða í Kölku 25. og 26. apríl nk. Þetta upplýsir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar (USK) í pistli sem hann skrifar á fésbókarsíðuna „Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri“. Á sama tíma verður umhverfisvika í Reykjanesbæ.

„Vissulega vildi ég hafa fleiri gjaldfrjálsa daga en þetta á að prufa og við sláum ekki höndinni á móti því. Okkur á USK langar til að gera mikið úr þessu, fá grunnskólabörn, íþróttafélög, félagasamtök og almenna íbúa til að hreinsa almennilega bæinn okkar fyrir vorið“.

Vakin var athygli á ófremdarástandi á Stapanum í frétt hér á vf.is í byrjun vikunnar. Þar safnast upp ýmis úrgangur sem á ekki heima á svæðinu á Stapa, sem er eingöngu fyrir jarðveg og múrbrot.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024