Gjaldfrjáls námsgögn verða í grunnskólum Reykjanesbæjar
- frá og með næsta hausti
	Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita grunnskólum Reykjanesbæjar fjárveitingu á næsta skólaári til kaupa á námsgögnum til grunnskólanna.
	Fræðsluráð lagði til á fundinum sínum 21. apríl sl. að Reykjanesbær myndi veita öllum börnum í grunnskólum Reykjanesbæjar nauðsynleg námsgögn frá og með næsta hausti.
	
„Gjaldfrjáls námsgögn styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa staðfest aðild sína að og Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Þetta skref er liður í því að vinna gegn mismunun barna og styður það að öll börn njóti jafnræðis í námi,“ eins og segir í fundargerð fræðsluráðs frá 301. fundi.
	 
„Gjaldfrjáls námsgögn styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa staðfest aðild sína að og Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Þetta skref er liður í því að vinna gegn mismunun barna og styður það að öll börn njóti jafnræðis í námi,“ eins og segir í fundargerð fræðsluráðs frá 301. fundi.
	Bæjarstjórn vísaði málinu til bæjarráðs á fundinum sínum 2. maí sl. og var málið tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni og einn gegn henni.
				
	
				
.jpg) 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				