Gjald fyrir geymslugáma á lóðum
Bæjarstjórn Sandgerðis hefur ítrekað fyrri samþykktir þess efnis að tekið verði upp gjald fyrir gáma sem standa á lóðum og eru notaðir sem geymsluhúsnæði. Þeir sem eru með slíka gáma þurfa samkvæmt því að greiða 20 þúsund krónur á ári.
Vísað var í fyrri samþykktir vegna málsins þegar það kom til umræðu á bæjastjórnarfundi í fyrradag en það var á síðastliðið vor sem bæjarráð lagði þetta til. Í maí var svo tillagan samþykkt og byggingafulltrúa og fagráði falið að móta reglur.