Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gjald á gæsluvelli hækkar um 100%
Miðvikudagur 29. júní 2005 kl. 14:59

Gjald á gæsluvelli hækkar um 100%

Miði á gæsluvelli Reykjanesbæjar kostar nú 200 krónur og hefur gjaldið hækkað um 100% frá því í fyrra, þegar hann kostaði 100 krónur. Auk þess hefur systkinaafsláttur verið afnuminn. Að sögn Rannveigar Einarsdóttur, hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustunni, er ástæða hækkunarinnar sú að gjaldið hafi haldist það sama um langt skeið.

„Fyrir nokkrum árum var gjaldið komið upp í 150 krónur, fyrir vistun eftir hádegi og var þá ákveðið að lækka verðið niður í 100 krónur til að athuga hvort aðsókn myndi aukast, sú varð ekki raunin,“ sagði Rannveig.

Það eru tveir gæsluvellir í Reykjanesbæ, Heiðarbólsvöllur í Keflavík og Brekkustígsvöllur í Njarðvík. Gæsluvellir eru ætlaðir börnum á aldrinum 2 til 6 ára, þeir eru öruggt athvarf og  tryggja börnum aðstöðu til útiveru undir eftirliti starfsmanna. Í árskýrslu Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar segir að þörfin fyrir þjónustuúrræði gæsluvalla  hafi farið minnkað síðustu árin.

Árið 2004 var tekin sú ákvörðun að hafa gæsluvellina aðeins opna í tvo mánuði á sumrin til að koma til móts við sumarlokun leikskóla. Í ár eru gæsluvellirnir opnir frá 15. júní til 15. ágúst.  Árið 2004 voru 2.672 komur á vellina.  Meðaltals komur yfir sumartímann voru 37 á dag.

Vf-mynd úr safni

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024