Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gistinóttum í nóvember fjölgaði um 128% á milli ára
Miðvikudagur 28. desember 2016 kl. 06:00

Gistinóttum í nóvember fjölgaði um 128% á milli ára

Gistinætur á hótelum á Suðurnesjum í nóvember síðastliðnum voru 18.953 miðað við 8.301 í nóvember í fyrra. Aukningin er því 128 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir einnig að gistinóttum á landinu öllu hafi fjölgað um 44 prósent miðað við nóvember 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 90 prósent af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 48 prósent frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 17 prósent. Mest var aukning gistinátta á Austurlandi. Árið 2015 voru gistinæturnar í nóvember 2.935 miðað við 10.589 í ár og er aukningin því 261 prósent.

Í samantekt Hagstofunnar er eingöngu átt við gistinæstur á hótelum sem opin eru allt árið. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024