Gistinóttum fjölgaði um 23% í júlí
Gistinóttum á hótelum á Suðurnesjum fjölgaði um 23 prósent í júlí á þessu ári, miðað við í fyrra og voru 23.449 í ár en 16.673 í fyrra. Fjölgun gistinátta á landinu öllu í júlí var 22 prósent. Mest varð fjölgunin á Vesturlandi og Vestfjörðum eða 40 prósent. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.
Tölurnar miðast við hótel sem opin eru allt árið, en ekki gistiheimili.