Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gistinóttum fækkar á Suðurnesjum
Mánudagur 6. desember 2004 kl. 16:38

Gistinóttum fækkar á Suðurnesjum

Gistinóttum á hótelum fækkaði í október um 12% á Suðurnesjum, Vestfjörðum og á Vesturlandi. Annars fjölgaði gistinóttum á Austurlandi og Suðurlandi en samdráttar gætti einnig í hótelgistingu á Norðurlandi.

Gistinóttunum fjölgaði um tæp 5% milli ára á landsvísu, í ár voru gistinæturnar á íslenskum hótelum alls 82.300 en á sama tíma í fyrra voru þær 78.500 að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Ef tölur eru skoðaðar fyrir landið í heild má sjá að gistinóttum útlendinga fjölgaði um tæp 11% meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um tæp 10%.

 

 

 

 

 

Mynd 1: Flughótel, mynd tekin af vef hótelsins.

Mynd 2: Súlurit sem sýnir gistinætur á hótelum í október 1997-2004.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024