Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gistinóttum á Suðurnesjum fjölgar um 30% á milli ára
Miðvikudagur 8. júlí 2015 kl. 14:31

Gistinóttum á Suðurnesjum fjölgar um 30% á milli ára

Gistinóttum á hótelum á Suðurnesjum í maí fjölgar úr 8.831 í 11.658, eða um 30% á milli ára. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 

Á Suðurnesjum var herbergjanýting um 73% en meðalnýting herbergja á hótelum í maí var 63,5%. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gistinætur erlendra gesta voru 85% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 28% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 12%.

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.