Gistinóttum á hótelum fjölgar á Suðurnesjum
Gistinóttum á hótelum á Suðurnesjum í desember fjölgaði um rúm 38% á milli áranna 2003 og 2004. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fóru gistinæturnar úr 2.190 í 3.030. Á landinu öllu fjölgaði gistinóttum á hótelum í desember um 8% á milli ára samkvæmt tölum frá hagstofunni.
Ef tekið er mið af árinu öllu fjölgaði gistinóttum á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum um 7% þar sem gistináttafjöldinn fór úr 70.600 í 75.580 milli áranna 2003 og 2004.
Athygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið (í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann). Fjöldi hótela í þessum flokki gististaða voru 70 talsins árið 2004, en voru 66 árið á undan.
Myndin: Hótel Keflavík. Úr myndasafni VF.