Gistihús til reynslu
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að heimila breytta notkun hússins að Aðalgötu 10 til reynslu í eitt ár. Húsinu var nýlega breytt í gistiheimili en þar var áður sjúkraþjálfunarstöð. Komið höfðu fram athugasemdir frá nágrönnum hússins með þessa ráðstöfun. Tveir fulltrúar minnihlutans í A-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bæjarstjórn tók þar með í sama streng og bæjarráð sem hafði tekið undir niðurstöðu Umhverfis- og skipulagsráðs. Hún var á þá leið að heimiluð yrði breytt notkun hússins til reynslu í eitt ár og var framkvæmdastjóra USK falið að ræða við eigandann um fullnaðarfrágang lóðar og möguleika á gerð bílastæða austan við húsið. Ein athugasemd og tveir ábendingar höfðu komið frá nágrönnum en þær voru ekki taldar gefa tilefni til að hafna beiðni um breytta notkun.