Gísli kominn til hafnar
 Gísli KÓ 10 kom heilu á höldnu til Sandgerðishafnar í dag en björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík hafði Gísla í togi. Björgunarsveitinni Þorbirni barst neyðarkall í morgun þar sem Gísli varð olíulaus rúmlega 30 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.
Gísli KÓ 10 kom heilu á höldnu til Sandgerðishafnar í dag en björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík hafði Gísla í togi. Björgunarsveitinni Þorbirni barst neyðarkall í morgun þar sem Gísli varð olíulaus rúmlega 30 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.
Sú ákvörðun var tekin að draga Gísla til Sandgerðishafnar sökum veðurs og sagði Guðjón Sigurðsson, skipstjóri á björgunarskipinu, að vart hefði tæpara mátt standa. „Við hefðum ekki mátt vera mikið seinni vegna veðurs, það var leiðindaveður en ekki beint hætta á ferðum. Ef við hefðum verið seinna á ferðinni hefðu þeir jafnvel þurft að halda sjó,“ sagði Guðjón í samtali við Víkurfréttir.
VF-myndir/ [email protected]
 
 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				