GISK DAGSINS: Söludúddinn var Félagsvísindastofnun
Hver kannast ekki við að fá símtal frá „útlöndum“ og vita ekki hver er að hringja, halda jafnvel að það séu svik og prettir á hinum enda línunnar og ætla því alls ekki að svara. Það sem verra er að sá sem er að hringja neitar að gefast upp og hringir bara aftur og aftur.
Spurningu var kastað inn á fésbókina frá einstaklingi hér suður með sjó sem spurðist fyrir um númer sem byrjar á 00354… sem notað er þegar hringt er til Íslands frá útlöndum. Spurt var að því hvort þetta væri svindl eða jafnvel einhver „söludúddi“. Númerið var óskráð hjá ja.is.
Fésbókarvinur var fljótur að svara. Þetta væri örugglega Félagsvísindastofnun að gera skoðanakönnun. „Þau gefast aldrei upp!!!!“. Já, það fylgdu fjögur upphrópunarmerki.
Mikið rétt, ákveðið var að svara númerinu og á hinum endanum var Félagsvísindastofnun!!!!