Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Girðingin ofan við Nikkelsvæðið fjarlægð
Mánudagur 28. nóvember 2005 kl. 15:12

Girðingin ofan við Nikkelsvæðið fjarlægð

Undanfarna daga hafa starfsmenn Hringrásar verið að hreinsa efra Nikkelsvæði neðan við Flugvallarveg, en girðingarnar sem þar hafa staðið í áraraðir voru teknar niður í dag.

Svæðið er enn undir stórn Varnarliðsins, en yfirstandandi verkefni lýtur einungis að frágangi á svæðinu þar sem verið er að ganga frá gömlu olíutönkunum til að tryggja öryggi þeirra sem fara þar um. Tankarnir munu standa þar enn um sinn.

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarlisðins, segir engin áform uppi um að afhenda svæðið innlendum aðilum enn um sinn. Þó sé ekkert slíkt útilokað þegar fram líða stundir.

VF-mynd/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024