Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 8. apríl 2002 kl. 09:22

Girðing Nikkelsvæðisins minnisvarði um kaldastríðið

Reykjanesbæ hefur borist fyrirspurn um það hvort ekki verið haldið upp á það með formlegum hætti þegar girðing Nikkelsvæðisins verður rifin. Falli hennar er líkt við fall Berlínarmúrsins í Þýskalandi og girðingin sögð vera minnisvarði um kaldastríðið.„Nú er unnið að hreinsun Nikkelsvæðisins og samkvæmt grein Hjálmars Árnasonar í Víkurfréttum má eiga von á því að því verði skilað fljótlega og griðingarnar teknar í burtu.
Er vitað hvenær ca nákvæmlega af þessu verður? Hafa bæjaryfirvöld hugleitt að halda uppá þau tímamót með einhverjum hætti? Mín skoðun er sú að það eigi að gera það. Þjóðverjar fögnuðu þegar Berlínarmúrinn var rifinn og þessi girðing er vissulega minnisvarði um kaldastríðið,“ spyr Gísli B.G. á vef Reykjanebæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024