Girðing Nikkelsvæðisins horfin!
Nú er unnið að því að rífa girðinguna sem lokað hefur Nikkelsvæðinu í Keflavík og Njarðvík síðustu hálfa öld eða svo. Stórvirk vinnuvél með öflugar klippur hefur "nagað" girðinguna síðustu daga og nú eru bara fáeinir metrar eftir.Nikkelsvæðið mun brátt fá nýtt hlutverk og án efa mun þar rísa myndarleg íbúðabyggð á komandi árum.