Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Girða af óörugg svæði í Grindavík með vinnustaðagirðingum
Hér má sjá vinnustaðagirðingar sem notaðar eru til að girða af svæði í Hópshverfinu í Grindavík. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 22. ágúst 2024 kl. 16:02

Girða af óörugg svæði í Grindavík með vinnustaðagirðingum

Fyrirhugað er að girða af óörugg svæði í Grindavík með svokölluðum vinnustaðargirðingum, sem notaðar hafa verið til að girða af framkvæmdasvæði. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í þessari viku.

Í aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum er gert ráð fyrir girðingarvinnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar segir að óhjákvæmilega lenda inn í þeirri vinnu mannviki sem einstaklingar, lögaðilar eða Þórkatla eiga eftir atvikum eða farið inn að lóðarmörkum mannvirkja t.d. baklóðir með vinnustaðargirðingar.

Í tilkynningunni segir að öryggistjóri mun vinna áætlun innan lokaðar svæða þar sem er gönguleiðir eru skilgreindar að mannvirkjum.

Best er að hafa samband við Vetvangsstjórn (VST) sem er á annarri hæð í björgunarsveitarhúsinu Seljabót 10 varðandi aðgengi að lokuðum svæðum. Lögreglan er í vettvangsstjórn allan sólarhringinn.

Grindavíkurbær hefur birt kort þar sem svæðin sem verða girt af eru merkt með rauðum og gulum litum. Spurt hefur verið út í mun á milli litamerkinga og því hefur Grindavíkurbær svarað á eftirfarandi hátt:+

„Öll svæðin verða girt af en mögulega verða einhver gul svæði girt af með öðrum hætti en þau rauðu. Það á þó eftir að koma í ljós.“

Kort af vef Grindavíkurbæjar sem sýnir þau svæði sem hafa verið girt af eða verða girt með svokölluðum vinnustaðagirðingum.

Séð yfir hluta byggðarinnar í Grindavík. Mynd tekin 21. ágúst 2024. VF/Hilmar Bragi