Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gimli verður móðurskóli framsækinnar kennsluaðferðar
Hress börn á Gimli.
Fimmtudagur 25. febrúar 2016 kl. 06:00

Gimli verður móðurskóli framsækinnar kennsluaðferðar

Leikskólinn Gimli hlaut í síðustu viku vottun sem móðurskóli kennsluaðferðarinnar Leikur að læra. Aðferðin byggir á því að öll bókleg fög eru kennd í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt og er fyrir börn á aldrinum tveggja til tíu ára. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
 
Að sögn Karenar Valdimarsdóttur, leikskólastjóra á Gimli, var auðvelt fyrir starfsfólk og börn á Gimli að aðlaga kennsluaðferðina að hugmyndafræði leikskólans, Hjallastefnunni,  því fyrir var búið að leggja góðan grunn að læsi og stærðfræði með leikgleðina að leiðarljósi. „Kennsluaðferðin Leikur að læra var því góð og gagnleg viðbót sem starfsmannhópurinn var tilbúinn til að vinna með og þróa áfram í leikskólastarfinu í samvinnu við Kristínu. Það hefur aldrei vafist fyrir leikskólakennurum að börn læri mest og best í gegnum leikinn og að taka hreyfinguna og foreldraverkefnin enn frekar með, er hrein snilld,“ segir hún.
 
Leikskólinn Gimli hefur undanfarin rúm tvö ár unnið þróunarverkefni út frá kennsluaðferðinni Leikur að læra í samvinnu við Kristínu Einarsdóttur, íþrótta- og grunnskólakennara og stofnanda og eiganda Leikur að læra. Kristín fór að fikra sig áfram með kennsluaðferðirnar árið 2005 þegar hún starfaði sem grunnskólakennari við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og fór svo að vinna með hana á fullu 2009 þegar hún störf í Krikaskóla í Mosfellsbæ, sem er leik- og grunnskóli. Hún segir að þar hafi opnast fyrir sig nýr heimur því leikskólabörnin tóku svo vel í aðferðirnar. Kristín segist þó hafa notað kennsluaðferðirnar á öllum stigum grunnskóla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024