Giftingarhringur fannst við vinnslu á Reykjanessalti frá árinu 2002
Hver er Sigurveig? spyrja starfsmenn Arctic Sea Minerals um þessar mundir. Fyrirtækið keypti nýverið birgðir af sjávarsalti sem unnið var á Reykjanesi árið 2002 hjá fyrirtækinu Íslensk sjávarsölt.
Saltið var leyst upp í stórum tanki til áframhaldandi vinnslu en þegar saltvökvanum var tappað af tankinum sást glitta í óvæntan hlut. Hluturinn reyndist vera giftingarhringur þar sem nafnið Sigurveig er skrifað inn í hringinn.
Egill segir að saltið hafi verið unnið árið 2002 og það sé því að öllum líkindum starfsmaður frá fyrirtækinu Íslensk sjávarsölt sem hafi tapað hringnum við vinnsluna.
Ef þú hefur upplýsingar um hver gæti verið mögulegur eigandi hringsins þá má hafa samband við Egil í síma 697-5386 eða á póstfangið [email protected]
(Póstfang í frétt hefur verið leiðrétt.)