Giftingarhring biðils stolið
Tæplega þrítugur erlendur karlmaður gaf sig fram við lögregluna á Suðurnesjum á varðstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar. Hann kvaðst hafa komið frá London deginum áður og þegar hann sótti tösku sína í komusalinn reyndist hún vera hálfopin, þar sem rennilásnum hafði verið rennt frá að hluta.
Úr töskunni saknaði maðurinn giftingahrings, en hann kvaðst hafa ætlað að biðja unnustu sinnar hér á landi. Þá sagðist hann sakna um 40 þúsund íslenskra króna sem væru horfnar úr töskunni, ásamt einhverju snakki.