Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 14. febrúar 2003 kl. 10:11

Gifta sig í háloftunum

Í morgun komu 17 brúðhjón með flugi Flugleiða frá Bandaríkjunum í tilefni af Valentínusardeginum. Í fyrsta skipti í fyrra skipulögðu Flugleiðir ferð af þessu tagi þar sem 6 pör giftu sig í háloftunum. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt þessum sérstöku hjónavígslum mikla athygli.Klukkan 12 á hádegi í dag mæta pörin í Leifsstöð þar sem þeirra bíður óvissuferð, en giftingarathöfnin fer fram um borð í flugvél Flugleiða síðdegis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024