Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Geysir kaupir í kanadísku jarðhitafyrirtæki
Mánudagur 30. júlí 2007 kl. 13:23

Geysir kaupir í kanadísku jarðhitafyrirtæki

Gengið hefur verið frá samningum um kaup Geysis Green Energy ehf. á um 20% hlutafjár í kanadíska jarðhitafyrirtækinu Western GeoPower Corporation . Með kaupunum er GGE komið inn á jarðvarmamarkaðinn í Norður Ameríku en WGP byggir nú 30 megawatta jarðvarmavirkjun á Geysissvæðinu í Kalíforníu og í undirbúningi er 100 megawatta virkjun í Bresku Kólumbíu í Kanada.
GGE kaupir liðlega 40 milljón nýja hluti í félaginu og er heildarkaupverð hlutarins í WGP um 600 milljónir íslenskra króna.

Haft er eftir Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra GGE, segir að kaup fyrirtækisins á hlut í Western GeoPower falli mjög vel að áformum fyrirtækisins um að vera virkur þátttakandi í stærsta orkumarkaði heimsins sem sé í Bandaríkjunum.

Sem kunnugt er keypti Geysir Green Energy nýlega þriðjungshlut í Hitaveitu Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024