Geysir Green Energy kaupir 28,4% hlut í Hitaveitu Suðurnesja
Geysir Green Energy hefur í dag undirritað samning um kaup á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS) af eftirtöldum sveitarfélögum: Vestmannaeyjabær, Árborg, Kópavogur, Vogar, Sandgerði, Grindavík og Garður. Um er að ræða allan hlut þessara sveitarfélaga í HS nema hvað sveitarfélögin á Suðurnesjum halda eftir um 1,25% hlut. Alls kaupir Geysir því nú um 28,4% hlut í félaginu. Heildarkaupverð er 15,0 milljarður króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Forkaupsréttur er á hlutum í félaginu og hafa aðrir eigendur tvo mánuði til að nýta forkaupsréttinn vegna þessara viðskipta. Gengi í viðskiptunum er 7,1 krónur á hlut en Geysir greiddi 6,72 krónur á hlut fyrir hlut íslenska ríkisins.
Ásgeir Margeirsson forstjóri Geysis segir kaupin mikilvægt skref fyrir Geysi: “Hitaveita Suðurnesja er gott félag með mikla framtíðarmöguleika. Innan fyrirtækisins er að finna mikla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðhita sem er það svið orkugeirans sem Geysir er að hasla sér völl á. Við höfum að undanförnu einkum verið að horfa til tækifæra utan Íslands en það er ljóst að heimamarkaðurinn er einnig mikilvægur, ekki hvað síst með tilliti til þeirrar miklu reynslu og þekkingar sem býr í íslenskum orkufyrirtækjum. Við hlökkum til að vinna náið með forsvarsmönnum HS að því að efla fyrirtækið enn frekar til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hluthafa þess.”
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar viðskiptunum: “Við hér í Reykjanesbæ höfum afar góða reynslu af samstarfinu við Geysi. Stjórnendur félagsins hafa gert forsvarsmönnum Hitaveitunnar og bæjarins góða grein fyrir áformum sínum um framtíðar uppbyggingu félagsins og þau áform fara mjög vel saman við okkar áætlanir um uppbyggingu þess.”
Forkaupsréttur er á hlutum í félaginu og hafa aðrir eigendur tvo mánuði til að nýta forkaupsréttinn vegna þessara viðskipta. Gengi í viðskiptunum er 7,1 krónur á hlut en Geysir greiddi 6,72 krónur á hlut fyrir hlut íslenska ríkisins.
Ásgeir Margeirsson forstjóri Geysis segir kaupin mikilvægt skref fyrir Geysi: “Hitaveita Suðurnesja er gott félag með mikla framtíðarmöguleika. Innan fyrirtækisins er að finna mikla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðhita sem er það svið orkugeirans sem Geysir er að hasla sér völl á. Við höfum að undanförnu einkum verið að horfa til tækifæra utan Íslands en það er ljóst að heimamarkaðurinn er einnig mikilvægur, ekki hvað síst með tilliti til þeirrar miklu reynslu og þekkingar sem býr í íslenskum orkufyrirtækjum. Við hlökkum til að vinna náið með forsvarsmönnum HS að því að efla fyrirtækið enn frekar til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hluthafa þess.”
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar viðskiptunum: “Við hér í Reykjanesbæ höfum afar góða reynslu af samstarfinu við Geysi. Stjórnendur félagsins hafa gert forsvarsmönnum Hitaveitunnar og bæjarins góða grein fyrir áformum sínum um framtíðar uppbyggingu félagsins og þau áform fara mjög vel saman við okkar áætlanir um uppbyggingu þess.”