Geysir Green á valdi ríkisins
Fulltrúar tveggja ríkisbanka hafa tekið sæti fjögurra stjórnarmanna af fimm í Geysir Green Energy. Vinnuhópur reynir að fá lífeyrissjóði og fleiri aðila til þess að tryggja eignarhald Íslendinga á meirihlutaeign GGE í HS Orku.
DV greinir frá þessu í gær. Blaðið segir að horfur séu á að Geysir Green Energy komist að mestu í eigu ríkisins og lífeyrissjóða verði hugmyndir um eignarhald á HS Orku að veruleika. Samkvæmt heimildum DV fengi Magma Energy erlendan hluta GGE en innlendi hlutinn, HS Orka og önnur verðmæti félagsins, yrði í eigu lífeyrissjóða fyrst og fremst. Þessi lausn yrði í samræmi við stefnu stjórnvalda sem vilji að orkuvinnslan á Reykjanesi verði áfram í meirihlutaeign landsmanna.
Sjá nánar frétt DV hér.
---
VFmynd/elg - Frá aðalfundi GGE á dögunum. Þar tóku fulltrúar ríkisbankanna fjögur stjórnarsæti af fimm.