Geyma allt á milli himins og jarðar
Geymsluþjónusta Suðurnesja var stofnuð fyrir nokkrum vikum síðan en eins og nafnið ber með sér felst þjónustan í að leigja aðstöðu til geymslu á ýmsum varningi, t.d. fellihýsum, búslóðum og bílum.Fyrirtækið er staðsett við Hafnargötu 4a í Sandgerði og eigandi þess er Sigurnes ehf. Að sögn eigenda er viðskiptavinahópurinn afar fjölbreyttur en fyritæki, stofnanir og einstaklingar hafa nýtt sér þjónustuna að öllu jöfnu. Reksturinn hefur gengið vonum framar það sem af er og sýnir að þörf hefur verið á slíkri þjónustu á Suðurnesjum.