Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 12. mars 2001 kl. 19:35

Getur flutt alla þjóðina á einu ári!

Ný þota flugleiða lenti á Keflavíkurflugvelli undir kvöld. Vélinni var gefið nafn og hún opin til skoðunar að innan og utan. Flugvélin kom hingað í beinu flugi frá Seattle.
Flutningageta vélarinnar í farþegaflugi er 270.000 farþegar á ári eða sem nemur nær allri íslensku þjóðinni. Það var Guðný Hansdóttir yfirflugfreyja sem gaf vélinni nafnið Guðríður Þorbjarnardóttir.Nýja B757-200 þotan er sömu gerðar og sú sem Flugleiðir fengu í apríl á síðasta ári. Á viðskiptamannafarrými eru nú rafmagnstenglar í öllum sætum fyrir fartölvur. Innréttingar vélarinnar eru samkvæmt nýrri hönnun, loftin með bogadregnum línum og farangurshirslur endurbættar.
Þotan tekur 189 farþega. Ný vél af þessari tegund kostar um það bil 4,5 milljarða íslenskra króna.
Nýja vélin kemur í stað annarrar af Boeing 737 gerð. Sumarið 2001 verður félagið með í rekstri í farþegaflugi níu Boeing 757-200 þotur og eina Boeing 737-400 þotu. Í fraktflugi er félagið með tvær þotur, eina Boeing 757-200F og eina Boeing 737-400F. Meðalaldur þessa flota er nú 6,3 ár. Á næsta ári verður félagið eingöngu með Boeing 757 þotur í millilandaflugi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024