Getum vel við unað
„Ég er bara nokkuð glaður og stoltur af þessum góða hópi sem ég vann með fyrir þessar kosningar. Við getum vel við unað miðað við gengi stjórnarflokkanna yfir landið. Auðvitað hefði maður viljað fá meira en við minnkuðum forskot sjálfstæðismanna verulega og bættum við okkur fylgi frá síðustu kosningum,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar í Reykjanesbæ inntur eftir viðbrögðum við úrslitum sveitastjórnarkosninganna á laugardaginn.
-Kom það á óvart að sjö manna meirihlutinn skyldi halda með hliðsjón af því hvað skoðanakannanir höfðu sýnt?
„Jú, það kom mér svolítið á óvart en þegar ég sá hversu margir mættu á kjörstað og hversu margir skiluðu auðu, þá var ljóst að fólk var að sýna gríðarlega óánægju. 37% kjósenda mættu ekki á kjörstað eða skiluðu auðu og þá er ekki von á góðu, því miður.“
---
VFmynd/Hilmar Bragi - Friðjón Einarsson við kjörkassann á laugardaginn. Með honum í för var eiginkonan, Sólveig Guðmundsdóttir.