Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Geti landað byggðakvóta utan Garðs
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 14. nóvember 2020 kl. 08:16

Geti landað byggðakvóta utan Garðs

Á 60. fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar var samþykkt samhljóða að óska eftir við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti að þar sem ekki er löndunarhöfn í byggðarlaginu Garði verði fullgilt að fiskiskip, sem þar eru skráð og fá úthlutað byggðakvóta, landi afla sem telst til byggðakvóta í öðru byggðarlagi en til vinnslu í byggðarlaginu Garði.

Jafnframt verði óskað eftir breytingu á 1. mgr. 4. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta, um að fyrir byggðarlagið Garð komi m.a. „...og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024