Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Geta bætt fjórðu hæðinni ofan á Hrafnistu á Nesvöllum
Laugardagur 3. júní 2017 kl. 06:00

Geta bætt fjórðu hæðinni ofan á Hrafnistu á Nesvöllum

Hjúkrunarheimili Hrafnistu að Nesvöllum hefur þó nokkra möguleika til að stækka, samkvæmt deiliskipulagstillögu fyrir Nesvelli, en engar athugasemdir voru gerðar við deiliskipulagsbreytingu á svæðinu.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Til þess að fara eftir óskum bæjarstjórnar þá er gert ráð fyrir fjórðu hæðinni ofan á núverandi byggingu, Hrafnistu að Nesvöllum, og einnig er gert ráð fyrir fjögurra hæða viðbyggingu í stað þriggja hæða,“ segir í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Ráðið samþykkti á síðasta fundi sínum að senda deiliskipulagsbreytinguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

Í deiliskipulagsbreytingu á Nesvöllum sem Klasi lagði fram er megin breytingin sú að fjölbýlishúsum er skipt upp í minni einingar og raðhúsum fækkað. Heildarfjöldi íbúða helst óbreyttur.