Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gestum fækkaði í Duushúsum
Fimmtudagur 12. janúar 2012 kl. 11:13

Gestum fækkaði í Duushúsum

Gestum í Duushúsum í Reykjanesbæ fækkaði um þrettán prósent í fyrra frá árinu 2010, fóru úr 42.500 í 37.132. Fækkunin er sögð í beinu samræmi við skerðingu á afgreiðslutíma húsanna sem var skertur um þrettán prósent, eða klukkustund á dag á virkum dögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta kemur fram í ársskýrslu Duushúsa sem kynnt var á fundi menningarráðs Reykjanesbæjar í gær. Þar segir að um þrjú þúsund nemendur hafi heimsótt húsin í fyrra, auk þess sem margir hópar, innlendir sem erlendir, hafi komið. Þá hafi um 26 þúsund gestir komið á eigin vegum, þar af um 20 þúsund á Ljósanótt.


Í drögum að starfsáætlun Duushúsa fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir svipaðri starfsemi og verið hefur og sama afgreiðslutíma og síðasta ár, segir í frétt á mbl.is