Gestum Duushúsa fækkaði um 6%
	Gestum Duushúsa í Reykjanesbæ fækkaði um 6% á milli ára og komu alls 34.684 gestir í safnið árið 2013. Helstu ástæður má rekja til þess að færri tónleikar voru í húsinu og einnig var minna um fundi og ráðstefnur.
	
	Á sama tíma varð hins vegar  30% aukning á erlendum ferðamönnum. Þeir voru 1.812 árið 2012 en 2.493 í fyrra og einnig var mikil fjölgun á nemendaheimsóknum.
	
	Framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar bendir á að gestafjöldi Duushúsa er enn margfalt hærri en gengur og gerist hjá sambærilegum söfnum.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				