Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gestkvæmt í FS að undanförnu
Mánudagur 17. janúar 2005 kl. 14:33

Gestkvæmt í FS að undanförnu

Undanfarna daga hefur verið gestkvæmt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, heimsótti skólann síðasta fimmtudag. Í fylgd Þorgerðar voru þau Karl Kristjánsson, deildarstjóri skóla- og símenntunardeildar ráðuneytisins, Þorbjörg Helga Valdimarsdóttir, ráðgjafi ráðherra í skólamálum og Oddný Hafberg, verkefnisstjóri.

Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að kynna skýrsluna „Breytt námsskipan til stúdentsprófs-aukin samfella í skólastarfi.“ Ráðherra ræddi við stjórnendur, kennara og stjórn nemendafélagsins. Auk þess skoðuðu gestirnir nýbygginguna og þá sérstaklega raungreinaaðstöðu skólans og fór ráðherra fögrum orðum um skólann og þann anda sem henni fannst í honum ríkja.

Fyrr í síðustu viku komu Framsóknarþingmennirnir Hjálmar Árnason, Dagný Jónsdóttir og Birkir J. Jónsson í heimsókn ásamt Suðurnesjamanninum Eysteini Jónssyni en hann er aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. Þau kynntu sér aðstöðu skólans og ræddu meðal annars við talsmenn nemendafélagsins.

VF-mynd/ Axel Sigurbjörnsson

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024