Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gestir til fyrirmyndar á Keflavík Music Festival
Laugardagur 8. júní 2013 kl. 17:36

Gestir til fyrirmyndar á Keflavík Music Festival

Tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival hefur farið vel fram frá því hún hófst síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á svæðinu. Á fimmtudagskvöld varð að vísu seinkun á tónleikum en fólk virtist ekki láta það bitna á góða skapinu.

Fjöldi gesta var 1500 til 2000 manns. Einnig var rólegt í miðbænum og á tjaldstæðinu. Tónleikar í Reykjaneshöll í gærkvöldi fóru vel fram og var góð gæsla á svæðinu. Starfsmaður lögreglu áætlaði að um 1500 manns hefðu sótt tónleikana. Lögreglumenn fóru á flesta skemmtistaði í bænum og var gæsla þar einng í góðu lagi. Almennt má segja að gestir Keflavík Music Festival hafi verið til fyrirmyndar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024