Gestir Bláa lónsins verða um 700.000 í ár
– sjö af hverjum tíu ferðamönnum fara í Bláa lónið
Áætlað er að gestafjöldi Bláa lónsins verið um 700.000 manns í ár. Aðsókn í Bláa lónið hefur nokkurn veginn haldist í hendur við fjölgun ferðamanna til landsins. Sjö af hverjum tíu ferðamönnum sem koma til Íslands fara í Bláa lónið.
Í umfjöllun á mbl.is segir að velta Bláa lónsins í fyrra hafi verið um fimm milljarðar króna og hagnaður eftir skatta 1,3 milljarðar króna.
Reynt er að halda þeim fjölda sem fer ofan í lónið í um 3000 manns á dag en þá koma einnig fjölmargir á staðinn til að skoða lónið og umhverfi þess. Gjald er tekið af þeim gestum og það m.a. nýtt í umhverfisframkvæmdir á svæðinu og er uppbygging göngustíga milli Bláa lónsins og Grindavíkur dæmi um slíkt.