Gestir 26% fleiri í Duus Safnahúsum í fyrra
Starfsemi Duus Safnahúsa var með hefðbundnu sniði á síðasta ári, samkvæmt ársskýrslu safnahússins. Fjölbreytt viðburðadagskrá var í gangi allt árið, 22 nýjar sýningar voru opnaðar auk þeirra þriggja sem teljast fastar sýningar. Móttökur og alls kyns fundir fóru einnig fram í húsinu.
Gestir voru 31.845 og hafði fjölgað um 26% frá fyrra ári enda ókeypis aðgangur stærstan hluta ársins í tilefni afmælis Byggðasafns Reykjanesbæjar og Listasafns Reykjanesbæjar. Duus Safnahús fengu Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi á síðasta ári.