Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gervihnattagögn staðfesta áframhaldandi landris
Síðasta sólahring hafa mælst um 900 jarðskjálftar, flestir á svæðinu milli Þorbjörns og Sýlingafells sem er fellið fremst á myndinni. Þorbjörn í baksýn. Mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Þriðjudagur 7. nóvember 2023 kl. 15:42

Gervihnattagögn staðfesta áframhaldandi landris

Síðasta sólahring hafa mælst um 900 jarðskjálftar, flestir á svæðinu milli Þorbjörns og Sýlingafells. Stærsti skjálftinn var M2,9 að stærð upp úr klukkan 7 í morgun. Jarðskjálftavirknin er áfram á sama dýpi og áður. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu í tilkynningu.

Samkvæmt gervihnattagögnum sem unnið var úr um klukkan 17:00 í gær og ná yfir tímabilið milli 4. – 6. nóvember, staðfesta áframhaldandi landris við Þorbjörn. Sömu gögn sýna engin merki um kvikusöfnun í Eldvörpum eða við Sýlingrafell, austan Grindavíkurvegar, þar sem skjálftavirkni hefur mælst síðustu daga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvikusöfnun heldur áfram á um 5 km dýpi á svæðinu NV við Þorbjörn. Ef miðað er við 27. október sem upphafsdag atburðarrásarinnar til dagsins í dag hefur land risið nokkuð jafnt þó svo að hröðun á ferlinu hafi mælst á milli daga. Áfram má búast við hviðukenndri skjálftavirkni á meðan að kvikusöfnun er í gangi.