Gervigrasvöllur vígður formlega á Ljósanótt
Vinna við lagningu gervigrass á nýjan knattspyrnuvöll vestan Reykjaneshallar er hafin. Völlurinn verður tekinn í notkun eftir nokkrar vikur en formlega vígður á Ljósanótt í september með lýsingu og tilheyrandi. Myndin var tekin í síðustu viku af sígræna vellinum sem á eftir að breyta miklu fyrir fótboltann í Reykjanesbæ.