Gervigrasvöllur við Reykjaneshöllina tekur á sig mynd
Gervigrasvöllur vestan megin við Reykjaneshöllina er óðum að taka á sig mynd en BYGG hefur unnið jarðvegsvinnu undanfarnar vikur. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 79% af kostnaðaráætlun eða tæplega 142 milljónir króna.
Knattspyrnumenn í Reykjanesbæ stefna að því að geta sparkað bolta næsta vetur á nýjum utanhússgervigrasvelli en Reykjaneshöllin hefur ekki annað eftirspurn eftir tímum fyrir boltaspark í mörg ár í bítlabænum.



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				