Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gervigras í Garðinn eða Sandgerði?
Frá velli Reynismanna í Sandgerði. Þar kemur til greina að leggja gervigras.
Föstudagur 19. maí 2023 kl. 06:07

Gervigras í Garðinn eða Sandgerði?

Kallað hefur verið eftir gervigrasi á knattspyrnuvelli í Suðurnesjabæ í nokkurn tíma. Verkís hefur m.a. unnið skýrslu fyrir bæjarfélagið þar sem valkostum uppbyggingar gervigrasvalla í Suðurnesjabæ er velt upp. Samkvæmt upplýsingum sem lesa má úr afgreiðslu bæjarráðs á erindum frá Víði og Reyni, þá var völlur Reynis einn af valkostum verkfræðistofunnar, en völlur Víðis ekki. Bæjarráð hefur nú samþykkt að leggja mat á kostnað og útfærslu gervigrass, bæði í Garði og Sandgerði. Hvort „sætasta stelpan á ballinu“ er völlur Reynis eða Víðis á síðan eftir að koma í ljós en Verkís virðist þó hafa meiri augastað á Reynisvellinum.

Erindi frá Knattspyrnufélaginu Víði vegna vallarmála í Suðurnesjabæ var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Í erindinu kemur m.a. fram að félagið [Víðir] leggst ekki gegn því að gervigras verði lagt á aðalvöll félagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í afgreiðslu bæjarráðs segir orðrétt: „Samþykkt samhljóða að lagt verði mat á kostnað og útfærslu á því að lagt verði gervigras á aðal völl Víðis eins og kemur fram í erindinu en þessi kostur var ekki meðal valkosta sem lagt var mat á í skýrslu Verkís um valkosti uppbyggingar gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.“

Á sama fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar var erindi frá Knattspyrnufélaginu Reyni varðandi gervigrasvöll en félagið hefur lagt til að gervigras verði lagt á aðalvöll félagsins.

Afgreiðsla bæjarráðs er orðrétt svona: „Samþykkt samhljóða að lagt verði mat á kostnað og útfærslu á því að lagt verði gervigras á aðalvöll Reynis en fjallað var um þennan kost í skýrslu Verkís um valkosti uppbyggingar gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.“

Ég væri til í gervigras í garðinn hjá mér. Þá þyrfti aldrei að slá!