Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gerum ráð fyrir að færðin sé erfið
Hér þarf að moka út bíla í dag. Ljósmynd: Lögreglan
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 13. janúar 2020 kl. 07:31

Gerum ráð fyrir að færðin sé erfið

Það má búast við því að einhverjir þurfi að moka sér leið út af bílastæðum sínum í morgunsárið og verði jafnvel seinir á sína staði, segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum á fésbókinni nú í morgunsárið.

„Við ítrekum fyrir fólki að fara varlega í umferðinni og gerum ráð fyrir því að færðin er erfið,“ segir lögreglan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með færslunni hjá lögreglunni fylgdi svo ljósmynd úr Innri Njarðvík þar sem moka þarf út bíla.