Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gerum nú Grindavík rosa flotta
Fimmtudagur 31. mars 2016 kl. 09:35

Gerum nú Grindavík rosa flotta

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík var sérstakur gestur í morgunstund yngsta stigs í Grunnskóla Grinavíkur í gærmorgun. Tilefnið var að sýna honum mynd og verkefni sem 3. bekkur vann í aðdraganda árshátíðar sem var fyrr í mars. Verkefnið heitir Draumabærinn og gefur mynd af þeirri framtíðarsýn sem nemendur hafa af Grindavík að því er segir á grindavik.is

Segja má að vinnuferli þessa verkefni hafi hafist á vettvangsferð sem farin var á bæjarskrifstofuna þar sem bæjarstjórinn tók á móti nemendum og ræddi við þá um ýmislegt er bænum tengist. Nemendur voru með margar góðar spurningar á þeim fundi og áttu svör og umræður Róberts eftir að nýtast þeim vel í áframhaldandi vinnu. 
Börnunum var sérstaklega hugleikið að það þyrfti að stækka skólann þeirra og fá betri sundlaug með stærri rennibraut. Unnið var með verðlausar umbúðir og úr urðu ýmsar byggingar og fleira er prýða þarf góðan bæ. Þættir úr aðalnámskrá grunnskóla eins og sköpun og sjálfbærni skipuðu veglegan sess í þessari vinnu.
Verkefninu voru svo gerð afar góð skil í stuttmynd og hnitnum söng eftir grindvískt skáld en þar er meðal annars sungið til Róberts:



Róbert, hlustaðu á mig og ekki dotta

Gerum nú Grindavík rosa flotta!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024