Gert við gangstéttir á Víkurbraut
Hafnar eru framkvæmdir við endurnýjun gangstétta við Víkurbraut en þær voru illa farnar enda gamlar og steyptar.
Að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar bæjarstjóra verður jafnframt farið í lagfæringar á götunni og settar upp þrengingar til að draga úr umferðarhraða. Þessar framkvæmdir eru í beinu framhaldi af endurbótum sem gerðar voru á efri hluta Víkurbrautar fyrr í sumar. Það er verktakinn Heimir og Þorgeir hf. sem sjá um framkvæmdirnar og er vonast til að verkinu ljúki eftir 6 vikur. Þá er Síminn að leggja nýjan símastreng og eru því framkvæmdir beggja vegna Víkurbrautar. Það er því vissara fyrir vegfarendur um Víkurbrautina að fara varlega næstu vikurnar.
VF-mynd/Þorsteinn